Ásta Óskarsdóttir
Ásta Óskarsdóttir

Ásta Óskarsdóttir lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Hún hefur starfað síðan í Kópavogi, á Englandi, á Akureyri og síðan árið 2012 í Valhöll. Ásta er einnig menntaður dáleiðslutæknir og notar gjarnan þá tækni hjá sjúklingum með tannlæknahræðslu.

Bjarni Elvar Pjetursson
Bjarni Elvar Pjetursson

Dr. Bjarni Elvar Pjétursson lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1990. Bjarni starfaði í fimm ár á eigin tannlæknastofu á Egilsstöðum og hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll árið 1995. Árin 2000 til 2005 stundaði Bjarni framhaldsnám í tannholdslækningum og tannplantafræðum sem og munn- og tanngervalækningum við Háskólann í Bern í Sviss. Bjarni varði doktorsritgerð…

Gunnlaugur Þór Guðmundsson
Gunnlaugur Þór Guðmundsson

Gunnlaugur Þór Guðmundsson lauk prófi frá tannlæknadeild HÍ árið 2000. Gunnlaugur hefur starfað á Tannlæknastofunni Valhöll frá útskrift. Gunnlaugur er stundakennari í preklíniskum munn- og tanngervalækningum við Tannlæknadeild HÍ.

Heimir Sindrason
Heimir Sindrason

Heimir Sindrason lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1973. Heimir rak eigin stofu í Reykjavík uns hann hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll árið 1995.

Jón Ingvar Jónsson
Jón Ingvar Jónsson

Jón útskrifaðist frá Tannlæknadeild Hásskóla Íslands vorið 2018. Jón hóf strax störf á Tannlæknastofunni Valhöll eftir útskrift.

Kjartan Þór Ragnarsson
Kjartan Þór Ragnarsson

Kjartan Þór Ragnarsson lauk prófi frá Tannæknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og hóf störf í Valhöll sama ár. Kjartan  er sérmenntaður í rótfyllingum og lauk prófi árið 2015 frá Háskólanum í Zurich í Sviss.

Magnús Jón Björnsson
Magnús Jón Björnsson

Dr. Magnús Björnsson lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1992 og hóf störf á tannlæknastofunni Valhöll árið 1995. Magnús stundaði rannsóknir við tannlæknadeild Karolinska Institut í Stokkhólmi 1995-1996 en lauk svo doktorsnámi í tannholdsfræðum frá tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla árið 2001.

Sigrún Marteinsdóttir
Sigrún Marteinsdóttir

Sigrún Marteinsdóttir útskrifaðist frá tannlæknadeild HÍ árið 1992 og hóf þá störf á Akureyri enda Eyfirðingur í báðar ættir. Sigrún starfaði á Akureyri í nokkur ár en hefur starfað í Valhöll síðan 2013.