Tannlæknar

Ásta Óskarsdóttir lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Hún hefur starfað síðan í Kópavogi, á Englandi, á Akureyri og síðan árið 2012 í Valhöll. Ásta er einnig menntaður dáleiðslutæknir og notar gjarnan þá tækni hjá sjúklingum með tannlæknahræðslu.

Dr. Bjarni Elvar Pjétursson lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1990. Bjarni starfaði í fimm ár á eigin tannlæknastofu á Egilsstöðum og hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll árið 1995. Árin 2000 til 2005 stundaði Bjarni framhaldsnám í tannholdslækningum og tannplantafræðum sem og munn- og tanngervalækningum við Háskólann í Bern í Sviss. Bjarni varði doktorsritgerð…

Gréta Rut Bjarnadóttir útskrifaðist árið 2021 frá tannlæknadeild HÍ og hóf störf hjá tannlæknastofunni Valhöll sama ár. Samhliða vinnu stundar hún meistaranám í tannlækningum og hefur leyfi á Clear Correct tannréttingaskinnukerfið. Gréta Rut talar íslensku, ensku og þýsku.

Gunnlaugur Þór Guðmundsson lauk prófi frá tannlæknadeild HÍ árið 2000. Gunnlaugur hefur starfað á Tannlæknastofunni Valhöll frá útskrift. Gunnlaugur er stundakennari í preklíniskum munn- og tanngervalækningum við Tannlæknadeild HÍ.

Helga Helgadóttir útskrifaðist frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands 2011 og hefur starfað sem tannlæknir á höfuðborgarsvæðinu frá útskrift. Hún hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll 2022 og sinnir öllum almennum tannlækningum ásamt stundakennslu í tannréttingum við Háskóla Íslands. Hún hefur unnið sem tannlæknir í hlutastarfi hjá Kristínu Heimisdóttur Tannréttingasérfræðingi frá árinu 2013 og hefur leyfi á Clear Correct tannréttingaskinnu kerfið.

Kjartan Þór Ragnarsson lauk prófi frá Tannæknadeild Háskóla Íslands árið 2000 og hóf störf í Valhöll sama ár. Kjartan er sérmenntaður í rótfyllingum og lauk prófi árið 2015 frá Háskólanum í Zurich í Sviss.

Kolfinna Líf Pálsdóttir útskrifaðist frá Tannlæknadeild HÍ vorið 2022 og hóf störf hjá Tannlæknastofunni Valhöll sama ár. Samhliða vinnu stundar hún meistaranám í tannlækningum ásamt því að vera stundakennari í verklegri formfræði við Tannlæknadeild Háskólans. Kolfinna hefur leyfi á Clear Correct tannréttingaskinnukerfið.

Dr. med. dent. Lina Elisabet Hallberg útskrifaðist frá Háskólanum í Zürich árið 2005. Hún vann þar við háskólann (Department of Computerised Restorations) og á tannlæknastofu Hallberg AG og hlaut doctorsgráðu í tannlæknisfræði árið 2013. Hún sinnir stundakennslu í tanngervalækningum við Háskóla Íslands og vann á tannlæknastofunni í Flatahrauni Hafnarfirði. Lina kláraði BA-nám í íslensku 2022 sem annað tungumál og talar íslensku, þýsku, sænsku og ensku.

Dr. Magnús Björnsson lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1992 og hóf störf á tannlæknastofunni Valhöll árið 1995. Magnús stundaði rannsóknir við tannlæknadeild Karolinska Institut í Stokkhólmi 1995-1996 en lauk svo doktorsnámi í tannholdsfræðum frá tannlæknadeild Kaupmannahafnarháskóla árið 2001.