Dr. Bjarni Elvar Pjétursson lauk prófi frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1990. Bjarni starfaði í fimm ár á eigin tannlæknastofu á Egilsstöðum og hóf störf á Tannlæknastofunni Valhöll árið 1995.

Árin 2000 til 2005 stundaði Bjarni framhaldsnám í tannholdslækningum og tannplantafræðum sem og munn- og tanngervalækningum við Háskólann í Bern í Sviss. Bjarni varði doktorsritgerð sína frá tannlæknadeild HÍ 14. mars árið 2014.

Í dag er Bjarni prófessor í munn- og tanngervalækningum við Tannlæknadeild Háskóla Íslands og starfandi deildarforseti Tannlæknadeildar HÍ. Hann er einnig með prófessorstöðu við Genfarháskóla í Sviss.